sun 26. mars 2017 13:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Rashford vill spila með U21 í sumar
Rashford vill spila með U21 liði Englands í sumar
Rashford vill spila með U21 liði Englands í sumar
Mynd: Getty Images
Hinn ungi leikmaður Manchester United, Marcus Rashford segist vera meira en tilbúinn til þess að spila fyrir England á Evrópumóti 21 árs landsliða í sumar sem fram fer í Póllandi.

Rashford hefur spilað sjö A-landsleiki fyrir England og var í lokahópnum fyrir Evrópumótið síðasta sumar.

Rashford sem hefur skorað sjö mörk fyrir Manchester United í öllum keppnum á tímabilinu telur að Evrópumót 21 árs landsliða sé ómetanleg reynsla fyrir hann.

„Þetta veltur allt á þjálfarateyminu og stjórinn ákveður hvort ég fari til Póllands. En ef ég færi, þá myndi ég nálgast það með sama hugarfari og ég geri með A-landsliðinu. Þetta eru spennandi tímar."

„Að fá reynslu á stórmótum er mikilvægt, svo lengi sem allt stefnir að langtímamarkmiðunum. Við viljum auðvitað ganga vel og vinna bikara,"
sagði Rashford.
Athugasemdir
banner
banner
banner