Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. mars 2017 08:30
Dagur Lárusson
Telur að Wenger eigi að skrifa undir nýjan samning
Robert Pires var frábær á sínum tíma.
Robert Pires var frábær á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Arsenal goðsögnin, Robert Pires, segir að Arsene Wenger stjóri liðsins verði að halda áfram með liðið. Wenger á ennþá eftir að tilkynna um það hvort að hann ætli að halda áfram með liðið eftir leiktíðina eða ekki en hann er undir mikilli pressu.

Sex töp í síðustu níu leikjum liðsins hefur gert það að verkum að liðið er nú dottið út úr meistaradeildinni og einnig efstu fjórum sætunum í deildinni.

„Það sem er mikilvægast af öllu er að Wenger skrifi undir nýjan samning,” sagði Pires við Sky sports.

„Arsenal þurfa stöðuleika og þess vegna er Arsene Wenger mikilvægur núna og fyrir næsta tímabil.”

„Ég hef mikla trú á Wenger vegna þess að það voru algjör forréttindi að fá að spila undir hans stjórn. Liðið okkar var ekki fullkomið en við vorum mjög góðir og unnum fullt af titlum.”

Mikið af stuðningsmönnum liðsins eru þeirrar skoðunar að Wenger eigi ekki að fá nýjan samning og að hann eigi að koma sér í burt.

„Mikið af stuðningsmönnum eru að tala um það að hann eigi að koma sér í burtu, en mín skoðun er sú að hann á að halda áfram.”

Athugasemdir
banner
banner