sun 26. mars 2017 18:01
Kristófer Kristjánsson
Undankeppni HM: Defoe og Vardy sökktu Litháen
Jermaine Defoe fagnar hér sínu fyrsta landsliðsmarki í fjögur ár
Jermaine Defoe fagnar hér sínu fyrsta landsliðsmarki í fjögur ár
Mynd: Getty Images
Henrikh Mkhitaryan skoraði fyrir Armeníu
Henrikh Mkhitaryan skoraði fyrir Armeníu
Mynd: Getty Images
Það voru fjórir leikir í undankeppni HM sem hófust klukkan 16:00 og þeim er nú lokið.

Englendingar sáu til þess að þeir verða í toppsæti F riðils eftir umferðina með 2-0 sigur gegn Litháen á Wembley. Það var ekki boðið upp á neina veislu í Lundúnum í dag en Englendingar, undir stjórn Gareth Southgate, gerðu nóg þökk sé mörkum Jermaine Defoe og Jamie Vardy. Defoe var þarna að skora sitt fyrsta landsliðsmark í fjögur ár.

Þjóðverjar héldu sínu striki og unnu sannfærandi sigur gegn Azerbaijan, 1-4 á útivelli, en ríkjandi heimsmeistararnir hafa unnið alla fimm leiki sína í C riðli.

Tékkland vann auðveldan 0-6 sigur á útivelli gegn San Marinó en staðan var 0-5 í hálfleik.

Armenía vann svo Kasakstan, 2-0, en Henrikh Mkhitaryan, fyrirliði landsliðsins og leikmaður Manchester United, skoraði eitt mark í þeim leik.

England 2 - 0 Litháen
1-0 Jermain Defoe ('22 )
2-0 Jamie Vardy ('66 )

Azerbaijan 1 - 4 Þýskaland
0-1 Andre Schurrle ('19 )
1-1 Dimitrij Nazarov ('31 )
1-2 Thomas Muller ('36 )
1-3 Mario Gomez ('45 )
1-4 Andre Schurrle ('81 )

San Marinó 0 - 6 Tékkland
0-1 Antonin Barak ('17 )
0-2 Vladimir Darida ('19 )
0-3 Antonin Barak ('24 )
0-4 Theodor Gebre Selassie ('26 )
0-5 Michal Krmencik ('43 )
0-6 Vladimir Darida ('77 , víti)

Armenía 2 - 0 Kasakstan
1-0 Henrikh Mkhitaryan ('73 )
2-0 Aras Ozbiliz ('75 )
Rautt spjald:Sergey Maliy, Kazakhstan ('64)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner