sun 26. mars 2017 05:55
Dagur Lárusson
Undankeppni HM í dag - England tekur á móti Litháen
England trónir á toppi síns riðils.
England trónir á toppi síns riðils.
Mynd: Getty Images
Í dag heldur undankeppni HM áfram með athyglisverðum leikjum í riðlum C, E og F.

England fær Litháen í heimsókn á Wembley en Englendingar töpuðu fyrir 1-0 fyrir Þjóðverjum fyrr í vikunni sem fara nú í til Aserbaídsjan og spila við heimamenn.

England situr á toppi síns riðils með 10 stig, tveimur stigum meira heldur en Slóvenía í öðru sæti og því eru Gareth Southgate og hans menn í góðum málum eins og er. Þjóðverjar eru einnig á toppi síns riðils, með 11 stig eftir 5 spilaða leiki.

Frændur okkar Danir eiga síðan leik við Rúmeníu á útivelli á meðan Noregur fer í heimsókn til Norður Írlands. Danir sitja í 3. sæti E-riðils með 6 stig, fjórum stigum minna en Pólland í 1. sætinu.

sunnudagur 26. mars

C-riðill:
16:00 Aserbaídsjan – Þýskaland
16:00 San Marínó – Tékkland
18:45 Norður Írland- Noregur

E-riðill:
16:00 Armenía – Kasakstan
18:45 Svartfjallaland – Pólland
18:45 Rúmenía – Danmörk

F-riðill:
16:00 England – Litháen
18:45 Malta – Slóvakía
18:45 Skotland – Slóvenía

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner