Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 26. mars 2017 20:43
Kristófer Kristjánsson
Undankeppni HM: Vont tap í fyrsta leik Lagerback
Lars Lagerback byrjar ekki vel með Noreg.
Lars Lagerback byrjar ekki vel með Noreg.
Mynd: Getty Images
Robert Lewandowski finnst gaman að skora
Robert Lewandowski finnst gaman að skora
Mynd: Getty Images
Öllum fimm leikjunum í undankeppni HM sem hófust klukkan 18:45 er nú lokið.

Skotar unnu dramatískan sigur á Slóveníu á Hampden Park þar sem Chris Martin skoraði eina mark leiksins á 88. mínútu. Skotar voru fyrir leikinn fjórum stigum frá Slóveníu en eru núna með sjö stig í fjórða sæti, aðeins tveimur frá Slóvakíu sem er í öðru sæti.

Robert Lewandowski skoraði í góðum útisigri Póllands gegn Svartfjallalandi og eru því Pólverjar með sex stiga forystu á toppi E riðils.

Norður Írland er í öðru sæti C riðils eftir þægilegan sigur á Norðmönnum. Jamie Ward var búinn að skora fyrir Írana eftir aðeins 90 sekúndna leik og það var svo Conor Washington sem kláraði leikinn, 2-0.

Lars Lagerback fyrrum landsliðsþjálfari Íslands stýrði Noregi í fyrsta sinn síðan hann tók við. Vond byrjun hjá Lalla en Noregur er næst neðst í riðlinum með 3 stig, sjö stigum frá Norður-Írum.

Danmörk og Rúmenía sættust á markalaust jafntefli í Rúmeníu en Danir eru í 3. sæti E riðils með 7 stig, fyrir aftan Svartfjallaland á markatölu.

Norður Írland 2 - 0 Noregur
1-0 Jamie Ward ('2 )
2-0 Conor Washington ('33 )

Svartfjallaland 1 - 2 Pólland
0-1 Robert Lewandowski ('40 )
1-1 Stefan Mugosa ('63 )
1-2 Lukasz Piszczek ('82 )

Rúmenía 0 - 0 Danmörk

Malta 1 - 3 Slóvakía
0-1 Vladimir Weiss ('2 )
1-1 Jean Paul Farrugia ('14 )
1-2 Jan Gregus ('41 )
1-3 Adam Nemec ('84 )
Rautt spjald: ,Jean Paul Farrugia, Malta ('79)Adam Nemec, Slovakia ('90)

Skotland 1 - 0 Slóvenía
1-0 Chris Martin ('88 )
Athugasemdir
banner
banner
banner