banner
   sun 26. mars 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Útskýrir af hverju hann hafnaði Chelsea fyrir Bayern
Niklas Sule er talinn einn efnilegasti varnarmaður heims.
Niklas Sule er talinn einn efnilegasti varnarmaður heims.
Mynd: Getty Images
Þýski varnarmaðurinn Niklas Sule mun ganga í raðir Bayern München eftir tímabilið. Hann hafnaði Chelsea fyrir Bayern.

Hinn 21 árs gamli Sule er talinn einn efnilegasti varnarmaður heims. Hann er byrjaður að spila með þýska landsliðinu og á næsta tímabili mun hann spila með risunum í Þýskalandi.

„Bæði tilboðin komu nánast á sama tíma," sagði Sule og á þar við tilboð frá Bayern og Chelsea.

„Auðvitað var það risastór fyrir mig að toppliðið í ensku úrvalsdeildinni skyldi sýna mér áhuga, en mér leið betur með það að vera áfram í þýsku Bundesligunni."

„Bayern var efst á mínum lista - það er ekkert betra lið í heiminum," sagði Sule að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner