Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayerrn
   mán 26. mars 2018 16:02
Magnús Már Einarsson
Hörður, Jón Daði og Kolbeinn spila ekki gegn Perú
Icelandair
Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson skokka á landsliðssæfingu í síðustu viku.  Með þeim er Friðrik Ellert Jónsson sjúkraþjálfari.
Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson skokka á landsliðssæfingu í síðustu viku. Með þeim er Friðrik Ellert Jónsson sjúkraþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ljóst er að Jón Hörður Björgvin Magnússon, Jón Daði Böðvarsson og Kolbeinn Sigþórsson verða ekki með íslenska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Perú aðfaranótt miðvikudags.

Íslenska liðið er nú á æfingu á æfingasvæði New York Red Bulls en leikmennirnir þrír gátu ekki tekið þátt í henni.

Jón Daði missti af síðasta leik Reading fyrir landsleikjahlé vegna meiðsla á álfa. Hörður meiddist á hné í leik með Bristol fyrir landsleikina og Kolbeinn meiddist á nára í leik með varaliði Nantes á dögunum.

Jón Daði og Kolbeinn eru búnir að yfirgefa landsliðið og eru farnir aftur til félagsliða sinna. Hörður horfði á æfinguna í dag.

Ljóst er að einhverjar breytingar verða á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn á morgun frá því gegn Mexíkó um helgina.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði, er farinn aftur til Cardiff en hann átti einungis að vera með í fyrri leiknum við Wales. Sömu sögu er að segja af Alberti Guðmundssyni og Samúel Kára Friðjónssyni sem eru farnir í leik með U21 árs landsliðinu gegn Norður-Írlandi í kvöld.

Athugasemdir
banner
banner
banner