sun 26. apríl 2015 18:24
Brynjar Ingi Erluson
Fabregas þakklátur stuðningsmönnum Arsenal
Úr leiknum í dag
Úr leiknum í dag
Mynd: Getty Images
Cesc Fabregas, leikmaður Chelsea á Englandi, var ánægður með móttökurnar á Emirates leikvanginum er liðin mættust í dag.

Fabregas gekk til liðs við Arsenal frá Barcelona árið 2003 þá ungur að aldri en Arsene Wenger gaf honum tækifærið og úr því varð til einn af bestu miðjumönnum heims.

Hann gekk til liðs við Barcelona á nýjan leik árið 2011 áður en hann kom aftur í enska boltann og samdi við Chelsea á síðasta árii, ákvörðun sem mörgum þótti ansi furðuleg.

„Ég neita því ekki að þetta var sérstakur dagur fyrir mig. Ég hugsaði um mörg af mínum bestu augnablikum með Arsenal í alla nótt og ég er ánægður með að leikurinn endaði með markalausu jafntefli," sagði Fabregas.

„Þegar mér var skipt af velli þá var það ótrúlega þýðingarmikið fyrir mig að fá þessar móttökur. Ég verð þeim þakklátur fyrir tækfærið sem mér var gefið. Sumir eru vonsviknir með það þegar ég fór en ég verð þeim að elífu þakklátur," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner