Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 26. apríl 2015 18:38
Brynjar Ingi Erluson
Fyrrum leikmaður Arsenal á leið í Víking
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur í Pepsi-deild karla er heldur betur að styrkja sig fyrir komandi átök í sumar en Jonas Hebo Rasmussen er á leið til félagsins á reynslu. Þetta kemur fram á Víkingur.net.

Jonas Hebo, sem er 23 ára gamall, spilar sem sóknarsinnaður miðjumaður, en hann hóf feril sinn hjá Hvidovre IF áður en hann samdi við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal.

Hann lék með unglingaliði Arsenal í tvö ár áður en hann fór aftur til Danmerkur. Hann lék þar með Nordsdjælland og Hvidovre áður en hann samdi við Vejle á síðasta ári.

Hann mun æfa með Víking næstu daga áður en félagið ákveður framhaldið.

Jonas á þá að baki ellefu landsleiki að baki með yngri landsliðum Danmerkur og þá gerði hann eitt mark í þeim.
Athugasemdir
banner
banner
banner