sun 26. apríl 2015 13:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
John Carver reifst við stuðningsmann - neitar að hafa blótað
John Carver, þjálfari Newcastle.
John Carver, þjálfari Newcastle.
Mynd: Getty Images
John Carver, þjálfari Newcastle segist ekki hafa blótað við stuðningsmenn liðsins er liðið tapaði gegn Swansea í gær.

Carver reifst við stuðningsmenn eftir leikinn en þetta var sjöundi tapleikur liðsins í röð og er Newcastle nú aðeins fimm stigum frá fallsæti.

Carver viðurkennir að hafa beðið stuðningsmann um að hitta sig eftir leikinn til að útskýra hvað væri í gangi en hann neitar að hafa notað blótsyrði.

„Stuðningmennirnir skjóta á mig og það er í lagi, ég get tekið því. Ef einhver vill tala við mig, skal ég tala við þá en ég mun ekki gefast upp. Ég ætla að berjast til loka."

„Ég notaði aldrei blótsyrði eftir leikinn," sagði Carver.
Athugasemdir
banner
banner
banner