sun 26. apríl 2015 11:07
Jóhann Ingi Hafþórsson
Úrvalslið ársins á Englandi: Sex frá Chelsea
Diego Costa er í úrvalsliðinu.
Diego Costa er í úrvalsliðinu.
Mynd: EPA
Leikmannasamtökin á Englandi hafa valið lið ársins.

Það er ekki margt sem kemur á óvart en sex leikmenn eru hjá Chelsea sem er mjög langt komið með að tryggja sér sigur í deildinni.

David de Gea er búinn að eiga frábært tímabil með Manchester United og er hann í markinu.

Þrír af fjórum varnarmönnum eru síðan hjá Chelsea, ásamt Edin Hazard, Nemanja Matic og Diego Costa.

Lið ársins má sjá hér fyrir neðan.

Markmaður: David de Gea (Manchester United)

Varnarmenn: Ryan Bertrand (Southampton) Gary Cahill, John Terry, Branislav Ivanovic (Chelsea)

Miðjumenn: Edin Hazard, Nemanja Matic (Chelsea) Coutinho (Liverpool) Alexis Sanchez (Arsenal)

Sóknarmenn: Diego Costa (Chelsea) Harry Kane (Tottenham)
Athugasemdir
banner
banner
banner