Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. apríl 2016 09:55
Elvar Geir Magnússon
70% lesenda telja að Þróttur fari beint niður
Þróttarar fagna í fyrra.
Þróttarar fagna í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net
Lesendur Fótbolta.net hafa meiri trú á Víkingi Ólafsvík heldur en Þrótti af nýliðunum tveimur í Pepsi-deildinni í sumar.

Þetta er niðurstaða könnunar sem verið hefur á forsíðu Fótbolta.net.

Fara nýliðarnir í Pepsi-deildinni beint niður í sumar?
28% Báðir (527)
42% Þróttur (792)
18% Víkingur Ó (339)
12% Hvorugir (230)

Pepsi-deildin byrjar um komandi helgi; Þróttur mætir Íslandsmeisturum FH í opnunarleik á sunnudaginn og Víkingur Ólafsvík leikur gegn Breiðabliki um kvöldið.

Komin er inn ný könnun á forsíðu.
Hvernig fer Víkingur - Breiðablik á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner