Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. apríl 2016 12:00
Elvar Geir Magnússon
Meistaraspáin: Bjössi Hreiðars spáir City sigri
Fótbolti.net leiðir keppnina.
Fótbolti.net leiðir keppnina.
Mynd: Fótbolti.net
Joe Hart, markvörður Man City.
Joe Hart, markvörður Man City.
Mynd: Getty Images
Spámennirnir eru svo sannarlega ekki sammála fyrir kvöldið en Manchester City tekur á móti Real Madrid í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar klukkan 18:45.

Yaya Toure verður ekki með City í kvöld en fyrirliðinn Vincent Kompany segist vera 100% klár eftir að hafa glímt við meiðsli.

Zinedine Zidane, þjálfari Real, sagðist reikna með að Cristiano Ronaldo yrði með í leiknum en hann spilaði ekki um liðna helgi vegna meiðsla.

Tryggvi Guðmundsson:

Man City 1 - 1 Real Madrid
Madrid nær í hið rándýra og mikilvæga útimark í þessum leik og kemur sér í góða stöðu fyrir seinni leikinn. Aggi og Ronni sjá um mörkin.

Sigurbjörn Hreiðarsson:

Man City 2 - 1 Real Madrid
Man City-Real Madrid fer 2-1 fyrir City. Leikurinn verður í járnum og ekkert að gerast fyrsta klukkutímann. Þá fer þetta að opnast og City kemst í 2-0 og Wolfsburg ruglið virðist ætla að endurtaka sig hjá Madridingum, en Real nær inn mikilvægu útimarki í blálokin.

Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon:

Man City 0 - 1 Real Madrid
Ég spái því að liðin verði varfærnisleg í þessum fyrri leik. Það hafa verið meiðsli á sóknarleikmönnum Real og það mun sjást. Real er með betra lið og það mun koma í ljós þegar upp verður staðið.



Staðan (3 stig fyrir rétt skor - 1 stig fyrir rétt tákn)
Fótbolti.net - 23
Tryggvi Guðmundsson - 18
Sigurbjörn Hreiðarsson - 14
Athugasemdir
banner
banner
banner