þri 26. apríl 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bolta kastað inná og Diego Simeone rekinn útaf
Simeone hlýtur að teljast til skapmeiri þjálfara knattspyrnuheimsins.
Simeone hlýtur að teljast til skapmeiri þjálfara knattspyrnuheimsins.
Mynd: Getty Images
Diego Simeone er af mörgum talinn vera í hópi bestu þjálfara heims enda hefur hann náð mögnuðum árangri með Atletico Madrid.

Atletico, sem lagði Malaga að velli á laugardaginn, er í harðri baráttu við Barcelona og Real Madrid um efsta sæti spænsku deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu og er auk þess komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

Í leiknum gegn Malaga var staðan markalaus þegar gestirnir geystust upp völlinn á lokasekúndum leiksins í leiftursnöggri skyndisókn.

Í miðri skyndisókninni skoppar annar bolti inn á völlinn. Honum hafði augljóslega verið hent inná til að trufla gestina, sem nýttu ekki skyndisóknina og var staðan markalaus í hálfleik.

Ekki er ljóst hvað það var sem gerðist nákvæmlega en hér fyrir neðan er hægt að sjá tvö myndbönd af atvikinu. Fyrra myndbandið sýnir hvernig Simeone sneri að þeim sem kastaði boltanum, en ekki er vitað hvaða orðaskipti fóru þeirra á milli. Útlit er fyrir að Simeone hafi hvatt boltastrákinn til að kasta boltanum inn í tilraun til að trufla sókn andstæðinganna.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner