Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 26. apríl 2016 12:47
Magnús Már Einarsson
Brassinn kominn með leikheimild með Þrótti
Thiago skrifaði undir hjá Þrótti í byrjun febrúar.
Thiago skrifaði undir hjá Þrótti í byrjun febrúar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brasilíski miðjumaðurinn Thiago Pinto Borges hefur fengið leikheimild með Þrótti.

Hann getur því leikið með liðinu gegn FH í 1. umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudag.

Thiago samdi við Þrótt í byrjun febrúar en hann hefur ekki fengið leikheimild fyrr en nú þar sem beðið hafði verið eftir því að hann fengi atvinnuleyfi og að öll pappírsvinna yrði kláruð.

Thiago er 27 ára gamall en hann hefur leikið í Danmörku frá 15 ára aldri.

Hann var ekki löglegur með Þrótti í Lengjubikarnum en hefur leikið með liðinu í æfingaleikjum að undanförnu.

Nokkrir leikmenn í Pepsi-deildinni bíða ennþá eftir að gengið verði frá pappírsmálum til að þeir fái leikheimild og óvíst er ennþá hvort þeir nái 1. umferðinni.

Þar má nefna markverðina Duwayne Oriel Kerr hjá Stjörnunni og Derby Carillo hjá ÍBV sem og hinn brasilíska Daniel Bamberg hjá Breiðabliki.
Athugasemdir
banner
banner
banner