Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. apríl 2016 10:30
Magnús Már Einarsson
Brynjar Skúla: Þetta er eins og venjulega
Brynjar Skúlason.
Brynjar Skúlason.
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonar
Nýliðum Hugins er spáð tólfta og neðsta sæti í Inkassó deildinni í sumar í spá fyrirliða og þjálfara. Brynjar Skúlason, þjálfari Hugins, segir að spáin komi ekki á óvart.

„Nei, eiginlega ekki. Okkur hefur alltaf verið spáð lélegu gengi síðustu 3-4 árin. Svo að þetta er bara eins og venjulega," sagði Brynjar við Fótbolta.net.

Huginn vann 2. deildina í fyrra eftir að hafa verið spáð 10. sæti fyrri tímabilið. Hvert er markmiðið í sumar, þegar liðið spilar deild ofar.

„Markmiðið er að vera með lið sem veitir öllum liðum í deildinni keppni," sagði Brynjar.

Seyðfirðingar hafa verið rólegir á leikmannamarkaðinum í vetur en Ivan Eduardo Nobrega Silva, frá Portúgal, er eini nýi leikmaðurinn sem er kominn til félagsins síðan í fyrra.

„Það er alltaf erfitt að finna leikmenn sem styrkja liðið. En við verðum með flott lið hvernig sem að það fer," sagði Brynjar en möguleiki er á að Huginn fái frekari liðsstyrk áður en mótið hefst.

Í fyrra neyddist Huginn til að spila meirihluta sinna heimaleikja á Fellavelli vegna bleytu á Seyðisfjarðarvelli. Vonir standa til að fleiri heimaleikir verði á Seyðisfirði í sumar.

„Það er bara verið að vinna í einhverjum úrbætum eins og efni standa til. Svo verður bara bongó blíða á Seyðis í sumar og þá verður þetta ekkert vandamál," sagði Brynjar léttur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner