Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. apríl 2016 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Höttur kaupir Alexander Má (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höttur er búið að festa kaup á Alexander Má Þorlákssyni sem gerði mjög góða hluti á láni hjá KF í 2. deildinni fyrra.

Alexander var markahæsti maður 2. deildarinnar síðasta sumar með 18 mörk í 21 leik. Þá hlaut sóknarmaðurinn nafnbótina efnilegasti leikmaður deildarinnar.

Alexander var hjá KF á láni frá Fram en tímabilið áður, sumarið 2014, kom hann 13 sinnum við sögu með Fram í Pepsi-deildinni, aðeins nítján ára gamall. Sumarið 2013 kom hann þrisvar sinnum við sögu með ÍA í Pepsi-deildinni.

Höttur og KF leika bæði í 2. deildinni í sumar. Höttur endaði í 5. sæti í fyrra, 6 stigum fyrir ofan KF.
Athugasemdir
banner
banner