Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. apríl 2016 11:45
Elvar Geir Magnússon
Jón Stefán: Þurfum ekki að lenda í fallbaráttu
Jón Stefán Jónsson er fyrrum yngri flokka þjálfari hjá Þór.
Jón Stefán Jónsson er fyrrum yngri flokka þjálfari hjá Þór.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég tel persónulega að við þurfum ekki að lenda í fallbaráttu en líkt og svo margir renni ég blinnt í sjóinn hvað varðar styrkleika annarra liða í deildinni," segir Jón Stefán Jónsson sem tók við þjálfun KF af nafna sínum Jóni Aðalsteini Kristjánssyni síðastliðið haust.

KF er spáð neðsta sæti 2. deildarinnar í sumar.

„Ég tel alls ekki óeðlilegt að spá liði neðarlega sem hefur misst marga sterka leikmenn, þar af markahæsta leikmann deildarinnar frá síðasta móti. Þeir strákar sem við höfum fengið á móti eru óskrifað blað í augum margra en ég er þess fullviss að þeir munu fylla í þau skörð sem urðu til við brotthvarf hinna og rúmlega það."

„Hópurinn okkar er nokkuð breiður og það mun hjálpa þegar á líður mót."

Hvernig er leikmannahópur KF í ár samansettur?

„Hann samanstendur af mörgum heimamönnum og flottum mönnum til viðbótar sem koma allt frá Akureyri til Frakklands. Alls um 25 leikmenn. Leikmannahópurinn er mjög ungur en samt sem áður eru nokkrir drengir þarna komnir með töluverða reynslu. Við munum ekki nota neinar afsakanir þegar kemur að leikmannahópnum í sumar og persónulega er ég mjög ánægður með hann," segir Jónsi sem býst ekki við frekari liðsstyrk fyrir tímabilið.

„Ég á ekki von á því að fleiri bætist við nema upp komi möguleiki á leikmanni sem styrki liðið verulega."

Hann telur að 2. deildin í sumar gæti orðið tvískipt.

„Fjögur sterkustu liðin eru töluvert betur mönnuð en hin ef marka má úrslit í undirbúningsmótum. Hin átta liðin tel ég svo öll geta endað nánast hvar sem er. Þetta mun mikið ráðast af því hversu liðin verða heppin með meiðsli og slíkt því í þessari deild er breidd leikmannahópa oft ekki mikil," segir Jón Stefán að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner