Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 26. apríl 2016 12:25
Magnús Már Einarsson
Líkir Kristjáni Finnboga við Benjamin Button
Mynd: Fótbolti.net - Samsett
Kristján Finnbogason hefur staðið í marki FH að undanförnu í fjarveru Gunnars Nielsen sem er meiddur.

Kristján var meðal annars í markinu í leiknum gegn Val í Meistarakeppni KSÍ í gær.

Kristján ætlaði að leggja hanskana á hilluna síðastliðið haust en hann ákvað í vetur að verða við kalli FH-inga og halda áfram.

„Stjáni er alltaf klár. Benjamin Button, hann er ultra fit. Ég talaði við hann og það var ekkert mál að fá hann til að koma og hjálpa okkur. Hann verður í þjálfarateyminu í sumar og mun aðstoða okkur ef þess þarf," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari í löngu viðtali við Fótbolta.net í gær.

Heimir vísar þarna í kvikmyndina um Benjamin Button sem kom út árið 2008. Button fæðist þar gamall en yngist eftir því sem árin líða.

Vel fer á því að Heimir líkir Kristjáni við Button en markvörðurinn verður 45 ára gamall laugardaginn 8. maí næstkomandi.

FH mætir Þrótti í 1. umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudag en líklegt er að Gunnar snúi aftur í markið þá og Kristján verði á bekknum.

Sjá einnig:
Innkastið - Kristján Finnboga: Langaði ekki að verða markvörður (Nóvember 2015)
Athugasemdir
banner
banner
banner