Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. apríl 2016 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Maradona: Juventus á ítölsku dómarana
Maradona gerði frábæra hluti á sjö árum hjá Napoli.
Maradona gerði frábæra hluti á sjö árum hjá Napoli.
Mynd: Getty Images
Maradona lét ýmis skrautleg ummæli falla í beinni útsendingu á ítölsku sjónvarpsstöðinni Piúenne.

Á nokkrum mínútum tókst Maradona að ásaka Juventus um svindl, knattspyrnuheiminn um að vera fullur af kynþáttafordómum og þá hélt hann því fram að Gonzalo Higuain yrði seldur í sumar því hann gæti aldrei endurtekið svona tímabil hjá félaginu.

Higuain er búinn að skora 30 mörk í 32 leikjum á tímabilinu en var dæmdur í fjögurra leikja bann, sem var stytt niður í þrjá leiki eftir áfrýjunarkröfu, fyrir að missa stjórn á skapi sínu og móðga dómarann.

„Ef Napoli hefði ekki verið í titilbaráttunni, þá hefði Pipita (Higuain) fengið eins leiks bann í stað fjögurra leikja. Juventus á magnaða leikmenn en líka ítölsku dómarana! Það er ekkert nýtt, leikmenn Juve hafa alltaf rétt fyrir sér þegar það er ágreiningur á vellinum," sagði Maradona í beinni útsendingu.

„Ég held að Higuain verði seldur í sumar því hann getur ekki átt annað svona tímabil, svipað og gerðist með Pocho Lavezzi. Ef ég þekki Aurelio De Laurentiis (forseti Napoli) rétt þá verður sóknarmaðurinn seldur í sumar. Napoli getur svo notað peninginn til að byggja upp stórkostlegt lið."

Talið barst svo að Kalidou Koulibaly, miðverði Napoli sem hefur verið frábær á tímabilinu.

„Kalibouly er stórkostlegur leikmaður! Ef hann væri hvítur þá væri hann að spila fyrir Real Madrid eða Barcelona!"
Athugasemdir
banner
banner
banner