Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. apríl 2016 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Man City fær Real í heimsókn
Þessir mæta á Etihad í kvöld.
Þessir mæta á Etihad í kvöld.
Mynd: Getty Images
Fyrsti undanúrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram í kvöld þegar Manchester City tekur á móti Real Madrid.

Leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og mikil eftirvænting er fyrir þessa viðureign þar sem margar af helstu stórstjörnum knattspyrnuheimsins mæta til leiks.

Heimamenn í Man City náðu ekki að halda sér í ensku titilbaráttunni en eru búnir að slá Dynamo Kiev og PSG úr leik í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar hingað til.

Real gengur vel undir stjórn Zinedine Zidane og er í spænsku toppbaráttunni ásamt Barcelona og Atletico Madrid.

Real fór létt með Roma í 16-liða úrslitum en lenti í miklu basli gegn Wolfsburg í síðustu umferð og tapaði leiknum í Þýskalandi 2-0, en vann svo 3-0 á heimavelli og komst áfram.

Bayern München mætir Atletico Madrid í hinum undanúrslitaleiknum annað kvöld.

Leikur kvöldsins:
18:45 Manchester City - Real Madrid (Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner