Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 26. apríl 2016 15:15
Magnús Már Einarsson
Óvíst hvort Nikolaj Hansen spili með Val í fyrsta leik
Nikolaj notaði kerru til að komast ferða sinna eftir leikinn í gær.
Nikolaj notaði kerru til að komast ferða sinna eftir leikinn í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Óvíst er hvort danski framherjinn Nikolaj Hansen verði með Val gegn Fjölni í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar á sunnudag.

Nikolaj tognaði á ökkla í sigri Vals á FH í Meistarakeppni KSÍ í gær og var borinn af velli.

„Hann er gjörsamlega óskrifað blað. Miðað við að þetta gerðist í gær þá er hann mjög tæpur væntanlega fyrir sunnudaginn," sagði Sigurbjörn Hreiðarsson aðstoðarþjálfari Vals í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Hann tognaði í gær og menn héldu að þetta yrði mjög slæmt. Í morgun var Jói (Jóhannes Már Marteinsson) sjúkraþjálfari hins vegar frekar bjartsýnn," bætti Sigurbjörn við.

Nikolaj kom til Vals í vetur en hann kom til félagsins frá FC Vestsjælland í Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner
banner