Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. apríl 2016 10:21
Elvar Geir Magnússon
Pepe: Er ekki ofbeldisfullur - Neymar er verri!
Pepe og Neymar.
Pepe og Neymar.
Mynd: Getty Images
Pepe, varnarmaður Real Madrid, segist vera með ósanngjarnan stimpil á sér. Margir telja hann of blóðheitan og ofbeldisfullan á velli. Pepe segir að hann væri ekki hjá Real Madrid ef það væri satt.

Pepe bendir á að Neymar, sóknarmaður Barcelona, hafi fengið fleiri spjöld á þessu tímabili.

Pepe fékk 10 leikja bann 2008-09 eftir að hafa traðkað á leikmanni Getafe og þá hefur hann fangað fyrirsagnirnar fyrir hegðun sína í leikjum gegn Barcelona oftar en einu sinni.

Miðvörðurinn portúgalski fékk fimm gul spjöld á síðasta tímabili en Neymar sex og telur að orðspor sitt sé ekki sanngjarnt.

„Fólk getur sagt það sem það vill en staðreyndin er sú að Neymar hefur fengið fleiri áminningar en ég. Real Madrid er fyrirmyndarfélag og ég ætti ekki möguleika á að spila fyrir það svona lengi ef ég væri skapofsamaður og ofbeldisfullur," segir Pepe.

Pepe hefur verið hjá Real Madrid í níu ár, síðan hann kom frá Porto 2007.
Athugasemdir
banner
banner