Liverpool býður Trent væna launahækkun - PSG og Villa gætu skipst á leikmönnum - Zirkzee vill fara frá Man Utd
   þri 26. apríl 2016 17:16
Elvar Geir Magnússon
Rapid Vín með tilboð í Arnór Ingva
Arnór hefur leikið mjög vel með landsliðinu.
Arnór hefur leikið mjög vel með landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt öruggum heimildum Fótbolta.net hefur austurríska félagið Rapid Vín gert tilboð í Arnór Ingva Traustason, leikmann sænsku meistarana í Norrköping.

Arnór var frábær með sænska liðinu á síðustu leiktíð og var stoðsendingahæsti leikmaður deildarinnar.

Tilboð Rapid Vín er upp á 2,3 milljónir evra.

Rapid Vín hefur sýnt Arnóri áhuga í nokkurn tíma og áður gert tilboð í hann. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í Svíþjóð og með íslenska landsliðinu þar sem hann hefur skorað 3 mörk í 6 leikjum.

Arnór er fæddur 1993 en einnig hafa verið fréttir um áhuga Celtic í Skotlandi, Palermo á ítalíu, Ajax í Hollandi, Aston Villa á Englandi og fleiri félaga á honum.

Rapid Vín er í öðru sæti austurrísku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner