Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 26. apríl 2016 14:09
Elvar Geir Magnússon
Stuðningsmenn Arsenal með sín stærstu mótmæli
Stuðningsmenn Arsenal eru ósáttir.
Stuðningsmenn Arsenal eru ósáttir.
Mynd: Getty Images
Stuðningsmannahópur Arsenal hefur boðað til stærstu mótmæla sinna í sögunni þar sem kallað er eftir breytingum.

„Time for Change" er yfirskrift þessara mótmæla og eiga þau að fara fram í heimaleiknum gegn Norwich næsta laugardag.

Áhorfendur eru hvattir til að mæta með veggspjöld þar sem kallað er eftir því að félagið fari í endurskoðun. Halda á veggspjöldunum uppi eftir tólf mínútur, á 78. mínútu og eftir leikinn. Tólf ár eru síðan Arsenal vann deildina.

Í yfirlýsingu segir að það eigi ekki að láta mótmælin hafa áhrif á leikmenn og því verða engin læti fyrr en eftir leikinn, fram að því verði liðið hvatt til dáða.

Arsenal hefur ekki náð góðum úrslitum að undanförnu og dottið út úr titilmöguleikanum. Nú er hætta á að liðið detti út úr topp fjórum og missi af Meistaradeildarsæti. Gríðarleg pressa hefur myndast á knattspyrnustjórann Arsene Wenger og fjölgar sífellt í þeim hópi sem vill fá hann burt. Reiðin beinist einnig að eigandanum Stan Kroenke og stjórnarháttum félagsins.



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner