Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 26. apríl 2016 10:35
Magnús Már Einarsson
Stuðningsmenn Liverpool sýknaðir í Hillsborough slysinu
Frá Hillsborough árið 1989.
Frá Hillsborough árið 1989.
Mynd: Getty Images
Þeir 96 stuðningsmenn Liverpool sem létust í Hillsborough slysinu árið 1989 létust vegna mistaka hjá lögreglu. Þetta var staðfest í réttarhöldum í dag.

96 stuðningsmenn Liverpool létust eftir troðning á Hillsborough leikvanginum á leik Liverpool og Nottingham Forest í undanúrslitum enska bikarsins.

Eftir leik voru stuðningsmenn Liverpool sakaðir um að hafa troðist inn í stúkuna með þeim hörmulegu afleiðingum að fólk tróðst undir.

Fjölskyldur fórnarlamba slyssins og margir aðrir hafa barist fyrir því í áraraðir að réttlætinu verði fullnægt og að sannleikurinn komi í ljós.

Í réttahöldum í dag var staðfest að mistök lögreglu urðu til þess að hlið var opnuð og of mörgum áhorfendum var hleypt inn í stúkuna.

Sjá einnig:
Fréttaskýring: 26 ár liðin frá Hillsborough slysinu (Birt árið 2015)
Siggi Jóns: Fólk grátandi og öskrandi í kringum okkur









Athugasemdir
banner
banner
banner