Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 26. apríl 2016 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þjálfari Empoli brjálaður: Rautt spjald, mark og víti
Mynd: Getty Images
Marco Giampaolo, þjálfari Empoli, var brjálaður eftir 1-0 tap gegn fallbaráttuliði Carpi á mánudaginn.

Empoli missti Levan Mchedlidze af velli eftir aðeins 25 mínútur og hélt stöðunni í 0-0 þar til á 85. mínútu þegar Kevin Lasagna gerði sigurmarkið fyrir heimamenn í Carpi.

Þá komu gestirnir knettinum í netið en það var ekki dæmt sem gilt mark og svo vildi Giampaolo einnig fá vítaspyrnu í leiknum.

„Carpi er gróft lið og það voru mörg svipuð atvik í leiknum þar sem leikmenn voru ekki einu sinni spjaldaðir, dómarinn hefði alveg getað sleppt því að gefa rautt spjald," sagði Giampaolo við Sky.

„Við spiluðum mjög vel í 70 mínútur og sköpuðum okkur færi þannig að ég er stoltur af mínum mönnum. Svo skoruðum við en ég hef ekki hugmynd um hvers vegna markið var ekki dæmt gilt, það virtist ekkert vera að því.

„Svo var það vítaspyrna sem við áttum að fá en fengum ekki. Svona var þessi leikur, fyrst rauða spjaldið, svo markið sem ekki var dæmt og að lokum vítaspyrnan sem ekki var dæmd. Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með dómgæsluna í dag."

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner