Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 26. apríl 2016 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tom Hanks segist hafa veðjað á Leicester
Tom Hanks elskar Aston Villa
Tom Hanks elskar Aston Villa
Mynd: Getty Images
Leikarinn vinsæli Tom Hanks elskar Aston Villa, en hann fylgist þó ekki mikið með fótbolta. Hann segir að í upphafi tímabils hafi hann ákveðið að veðja 100 pundum á það að Leicester yrði enskur meistari, en það virtist vera skrýtin ákvörðun á þeim tímapunkti.

Líkurnar í upphafi tímabils á því að Leicester yrði meistari voru á ákveðnum stöðum 5000/1 og því gæti farið svo að leikarinn vinni 500 þúsund pund ef Leicester tekur titilinn.

„Vitið þið hvað ég gerði í upphafi tímabils?“

„Ég lagði 100 pund undir á Leicester, svo ég held að það verði allt í lagi,“
sagði Hanks þegar hann var spurður út í gengi Aston Villa á tímabilinu.

Ekki er vitað hvort Hanks hafi verið alvara með þessari staðhæfingu sinni, en hann hefur leikið í myndum á borð við Forrest Gump og Saving Private Ryan og eru eigur hans metnar á 350 milljónir dala.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner