Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 26. apríl 2017 23:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Heimasíða Vals 
Eva María semur við Val (Staðfest)
Valskonur stefna á titilinn.
Valskonur stefna á titilinn.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Knattspyrnukonan Eva María Jónsdóttir, uppalin Valskona fædd árið 1999, hefur skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Vals. Þetta segir á heimasíðu félagsins.

Eva hefur leikið með yngri landsliðum Íslands auk þess að spila með KH á síðasta tímabili. Eva hefur leikð bæði með U-17 og U-19 ára landsliðum Íslands.

„Ég skrifaði undir þennan samning núna því mér líður vel í Val og þetta er mitt uppeldisfélag. Ég er mikill Valsari og mun alltaf vera það," sagði Eva María við heimasíðu Vals.

„Leikmannahópurinn hjá Val er mjög sterkur hópur, hér eru allar vinkonur og við styðjum hvor aðra 100%. Við erum lið með fullt af flottum karakterum bæði eldri og reynslu miklum leikmönnum og einnig ungum og efnilegum."

„Við erum með háleit markmið fyrir komandi tímabil og tökum einn leik í einu. Við viljum sjá sem flesta stuðningsmenn Vals á vellinum í sumar! Gerum þetta saman að frábæru að sumri."
Athugasemdir
banner
banner