Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 26. apríl 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Margrét Lára: Allir í hættu ef vélmennið Zlatan getur slitið krossbönd
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta verður brjáluð barátta. Það er fullt af liðum sem geta unnið þessa deild," segir Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, um tímabilið sem er framundan í Pepsi-deild kvenna.

Valur heimsækir Þór/KA í fyrstu umferðinni á Akureyri á morgun.„Það er gríðarlega erfiður leikur framundan hjá okkur. Þór/KA er með mjög gott og skemmtilegt lið. Það er gaman að fara norður og ég held að þetta verði 50/50 leikur eins og eiginlega allir leikir í sumar. Við hlökkum til að byrja og sjá hvað gerist. Þær eru sterkar og við þurfum að kreista þessi þrjú stig með okkur heim."

Dóra María Lárusdóttir, Elísa Viðarsdóttir og Mist Edvardsdóttir hafa allar slitið krossbönd í vetur og verða ekki með Val í sumar.

„Þetta eru frábærir leikmenn og miklir karakterar. Þetta eru leikmenn með mikla reynslu og það er mikill söknuður í þeim. Liðið er búið að vera í sárum en ég held að á endanum muni þetta bara styrkja okkur og efla liðsheildina. Þær koma síðan ferskar á næsta ári," sagði Margrét.

„Ég held að það sé voða erfitt að finna einhvern sökudólg. Það er enginn sökudólgur í þessu. Þetta er tilviljun. Þetta er stórt ár í kvennaboltanum og það eru allir að æfa vel og gera sitt besta. Það lenda allir leikmenn í meiðslum á sínum ferli og þessar þrjár eru að lenda í því núna. Þetta er ömurleg tímasetning. Ef að Zlatan, vélmennið sjálft, getur slitið krossbönd þá eru allir í hættu."

Margrét Lára reiknar með að spila meira á miðjunni í sumar heldur en í fremstu víglínu. Það gæti orðið til þess að hún skori minna í Draumaliðsdeild Azazo en í fyrra. „Ég tek allavega vítin og aukaspyrnurnar. Við sjáum hvort eitthvað komi út úr því. Það hentar mér ágætlega að spila sem miðjumaður í dag og ég reyni að gera það besta úr því og skora fyrir þá sem velja mig í Draumaliðið," sagði Margrét.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsdeild Azazo

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner