Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 26. apríl 2017 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rashford fær enn skammir frá móður sinni
Rashford hefur slegið í gegn hjá Man Utd.
Rashford hefur slegið í gegn hjá Man Utd.
Mynd: Getty Images
Marcus Rashford, leikmaður Manchester United, viðurkennir að fá ennþá skammir frá móður sinni fyrir að spila fótbolta inni.

Rashford braust fram á sviðsljósið á síðasta tímabili og hefur afrekað mikið á stuttum tíma. Hann er byrjunarliðsmaður í dag.

Hinn 19 ára gamli Rashford heldur sér þó á jörðinni, með hjálp frá móður sinni, en hún er dugleg að láta hann heyra það.

„Já, og móðir mín öskrar alltaf," sagði Rashford í skemmtilegu viðtali við Telegraph. Þetta sagði hann eftir að hafa viðurkennt að spila fótbolta inn á heimili sínu. Hann segist alltaf hafa gert það.

„En þetta er það sem þú gerir. Þetta er það sem þú hefur alltaf gert. Þú vilt alltaf spila fótbolta. Af hverju að breyta?"

„Þegar ég var lítill spiluðum við alls staðar. Ef við gætum þá myndum við enn gera það, en það er erfitt."

Sjá einnig:
Rashford er lokaður: Ég á fáa vini
Athugasemdir
banner
banner
banner