banner
   mið 26. apríl 2017 14:05
Elvar Geir Magnússon
Velja bara þrjá frá Arsenal í sameiginlegt lið með Tottenham
Alexis Sanchez er einn af þremur fulltrúum Arsenal.
Alexis Sanchez er einn af þremur fulltrúum Arsenal.
Mynd: Getty Images
Thierry Henry, fyrrum leikmaður Arsenal, sagði á dögunum að það væri sárt að horfa upp á stöðu mála hjá Arsenal. Hann sagði að erkifjendurnir í Tottenham væru búnir að taka fram úr.

Þá sagði hann að bara einn leikmaður Arsenal kæmist í liðið hjá Tottenham. Þar er hann væntanlega að tala um Alexis Sanchez.

Eftir þessi ummæli Henry ákvað Daily Mirror að setja saman sameiginlegt úrvalslið Tottenham og Arsenal en þar voru það þrír leikmenn þeirra rauðu sem fengu pláss.

Petr Cech er á leið niður brekkuna svo Hugo Lloris stendur í rammanum. Í vörninni eru Kyle Walker, Toby Alderweireld og Danny Rose. Auk þess er pláss fyrir einn leikmann Arsenal, Laurent Koscielny.

Mirror velur Santi Cazorla frekar en Victor Wanyama og bendir á hversu erfiðlega Arsenal hefur gengið í hans fjarveru.

Mousa Dembele, Dele Alli, Christian Eriksen og Harry Kane eru allir í liðinu en þriðji Arsenal maðurinn sem kemst inn er auðvitað Alexis Sanchez.

Tottenham er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 71 stig en Arsenal í sjöunda sæti með 57 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner