Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Breiðabliks stóð í ströngu í kvöld þegar Breiðablik komst áfram í bikarnum með 2-1 sigri á HK. Sannkallaður grannaslagur í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins.
Lestu um leikinn: HK 1 - 2 Breiðablik
Þetta var annar leikur liðanna í bikarnum á jafn mörgum árum, í fyrra unnu Breiðablik nokkuð þæginlegan 4-0 sigur en það var annað upp á teningnum í kvöld, því Breiðablik þurftu að hafa sig alla við í leiknum,
,,Það er allt annað yfirbragð á HK núna finnst mér. Stjórnin, Þórir Bergsson og félagar hafa gert frábæra hluti og ráðið frábæra þjálfara og það eru gamlar glæðir að lifna við," sagði fyrrum HK-ingurinn sem fannst sigurinn sanngjarn,
,,Við bjuggumst við, þá láu þeir þétt til baka og beittu skyndisóknum. Á meðan við þurftum að leysa það að skapa okkur færi. Við sköpuðum okkur ekki mörg færi en við náðum að skora tvö mörk á 90 mínútum."
Enn er eitt Kópavogslið eftir í bikarnum, 4.deildarlið Augnabliks sem mætir Keflavík í 32-liða úrslitum. Gunnleifur telur að það gæti orðið draumaleikur að mæta þeim í 16-liða úrslitum.
,,Er það ekki draumaleikurinn fyrir alla Kópavogsbúa? Breiðablik - Augnablik, ég held það," sagði Gunnleifur léttur í bragði.
Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir