Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   mán 26. maí 2014 21:50
Arnar Daði Arnarsson
Gulli Gull: Breiðablik - Augnablik er draumaleikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Breiðabliks stóð í ströngu í kvöld þegar Breiðablik komst áfram í bikarnum með 2-1 sigri á HK. Sannkallaður grannaslagur í 32-liða úrslitum Borgunarbikarsins.

Lestu um leikinn: HK 1 -  2 Breiðablik

Þetta var annar leikur liðanna í bikarnum á jafn mörgum árum, í fyrra unnu Breiðablik nokkuð þæginlegan 4-0 sigur en það var annað upp á teningnum í kvöld, því Breiðablik þurftu að hafa sig alla við í leiknum,

,,Það er allt annað yfirbragð á HK núna finnst mér. Stjórnin, Þórir Bergsson og félagar hafa gert frábæra hluti og ráðið frábæra þjálfara og það eru gamlar glæðir að lifna við," sagði fyrrum HK-ingurinn sem fannst sigurinn sanngjarn,

,,Við bjuggumst við, þá láu þeir þétt til baka og beittu skyndisóknum. Á meðan við þurftum að leysa það að skapa okkur færi. Við sköpuðum okkur ekki mörg færi en við náðum að skora tvö mörk á 90 mínútum."

Enn er eitt Kópavogslið eftir í bikarnum, 4.deildarlið Augnabliks sem mætir Keflavík í 32-liða úrslitum. Gunnleifur telur að það gæti orðið draumaleikur að mæta þeim í 16-liða úrslitum.

,,Er það ekki draumaleikurinn fyrir alla Kópavogsbúa? Breiðablik - Augnablik, ég held það," sagði Gunnleifur léttur í bragði.

Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner