Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks var ánægður eftir 1-0 útisigur á ÍA í kvöld. Annar sigur Blika í röð staðreynd og liðið komið í 4. sæti deildarinnar.
Lestu um leikinn: ÍA 0 - 1 Breiðablik
„Heilt yfir er ég mjög sáttur með spilamennskuna. Auðvitað hefðum við getað verið aðeins beittari fram á við í fyrri hálfleik. Mér fannst við betri aðilinn allan leikinn og miklir yfirburðir í seinni hálfleik. "
„Það er alltaf ánægjuefni að ná tveimur stigum í röð. Við förum í alla leik til að vinna. Ég kýs hinsvegar alltaf jafntefli fram yfir töp."
„Ég er bjartsýnn á stöðuna og hef trú á mínu liði. Það verður spennandi að mæta Stjörnunni í næsta leik. Þetta eru allt hörkuleikir," sagði Arnar Grétarsson þjálfari Breiðabliks.
Viðtalið í heild sinni er hægt að sjá í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir