Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. maí 2015 10:00
Magnús Már Einarsson
Benteke áfram orðaður við Liverpool
Powerade
Christian Benteke.
Christian Benteke.
Mynd: Getty Images
David Moyes gæti verið á leið aftur í enska boltann.
David Moyes gæti verið á leið aftur í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Hér að neðan má sjá allt helsta slúðrið úr enska boltanum í dag.



Staða Brendan Rodgers, stjóra Liverpool, er ekki í hættu strax en félagið ætlar að skoða vel hvað klikkaði á tímabilinu áður en næsta skref verður ákveðið. (Liverpool Echo)

Liverpool hefur áhuga á Christian Benteke framherja Aston Villa en hann gæti kostað í kringum 20 milljónir punda. (Independent)

Real Madrid ætlar ekki að kaupa framherjann Javier Hernandez frá Manchester United en hann var á láni hjá spænska féalginu í vetur. (Marca)

West Ham vill fá David Moyes þjálfara Real Sociedad eða Unai Emery þjálfara Sevilla til að taka við stjórnartaumunum. (Guardian)

Varnarmaðurinn Nicolas Otamendi vill fara frá Valencia en Manchester United hefur haft augastað á honum. (Sun)

Radamel Falcao vill vera áfram í ensku úrvalsdeildinni en hann er til í að taka á sig mikla launalækkun. Falcao vill helst vera í London en umboðsmenn hans hafa rætt við Chelsea. (Daily Mirror)

Michael Laudrup hefur áhuga á að taka við West Ham eða Newcastle en þessi fyrrum stjóri Swansea þjálfar í dag í Katar. (Daily Mail)

Hull mun tapa yfir 50 milljónum punda eftir að hafa fallið úr ensku úrvalsdeildinni. (Hull Daily Mail)

Varnarmaðurinn Michael Dawson ætlar ekki að yfirgefa Hull þrátt fyrir fallið. (Sun)

Tottenham mun hafa betur gegn Liverpool í baráttunni um Kieran Trippier hægri bakvörð Burnley en hann kostar 3,5 milljónir punda. (Daily Telegraph)

Didier Drogba vill að Petr Cech verði áfram hjá Chelsea. (London Evening Standard)

Roberto Martinez, stjóri Evert, reiknar ekki með að missa topp leikmenn í sumar. (Liverpool Echo)

Aston Vila og QPR hafa boðið í Massimo Luongo og Ben Gladwin miðjumenn Swindon. (Daily Telegraph)

Southampton ætlar að selja Gaston Ramirez í sumar en hann var á láni hjá Hull á nýliðnu tímabili. (Talksport)

Danny Welbeck verður ekki með Arsenal í úrslitaleik enska bikarsins gegn Aston Villa vegna hnémeiðsla. (Daily Telgraph)
Athugasemdir
banner
banner