Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 26. maí 2015 18:18
Arnar Daði Arnarsson
Ghetto-Ground
Byrjunarlið Leiknis og Víkings: Óttar Bjarni byrjar
Óbreytt hjá Víking
Leiknir og Víkingur mætast í kvöld.
Leiknir og Víkingur mætast í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír leikir fara fram í Pepsi-deild karla í kvöld. Á Ghetto-ground í Breiðholtinu mætast Leiknir og Víkingur í 5. umferð Pepsi-deildarinnar.

Beinar textalýsingar:
19:15 Leiknir R. - Víkingur R.
19:15 ÍA - Breiðablik

Freyr Alexandersson gerir tvær breytingar á sínu liði frá 2-2 jafntefli gegn ÍBV í síðustu umferð. Óttar Bjarni Guðmundsson kemur inn í liðið eftir meiðsli í stað Edvards Barkar. Auk þess er enginn Kolbeinn Kárason í hóp hjá Leikni vegna meiðsla. Elvar Páll fær því tækifærið á ný í byrjunarliðinu.

Ólafur Þórðarson þjálfari Víkings stillir upp sama liði og byrjaði í 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni í síðustu umferð.

Byrjunarlið Leiknis:
22. Eyjólfur Tómasson (m)
3. Eiríkur Ingi Magnússon
4. Halldór Kristinn Halldórsson
6. Ólafur Hrannar Kristjánsson
7. Atli Arnarson
8. Sindri Björnsson
18. Elvar Páll Sigurðsson
19. Amath Andre Dansokho Diedhiou
20. Óttar Bjarni Guðmundsson
21. Hilmar Árni Halldórsson
30. Charley Roussel Fomen

Byrjunarlið Víkings:
12. Denis Cardaklija (m)
4. Igor Taskovic
6. Halldór Smári Sigurðsson
9. Haukur Baldvinsson
10. Rolf Glavind Toft
11. Dofri Snorrason
15. Andri Rúnar Bjarnason
16. Milos Zivkovic
22. Alan Alexander Lowing
23. Finnur Ólafsson
27. Davíð Örn Atlason
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner