Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 26. maí 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Drogba: Get ekki deilt ástinni sem ég hef fyrir Chelsea
Drogba vill ekki ljúka ferlinum á bekknum.
Drogba vill ekki ljúka ferlinum á bekknum.
Mynd: Getty Images
Didier Drogba er orðinn 37 ára gamall og hefur yfirgefið Chelsea sem leikmaður í hinsta sinn.

Þrátt fyrir háan aldur kom Drogba við sögu í 40 leikjum fyrir félagið á tímabilinu, fleiri heldur en Diego Costa, en segist vilja enda ferilinn sinn á því að vera byrjunarliðsmaður.

„Ég vil ekki vera áfram hjá Chelsea og enda ferilinn á bekknum. Ég vil halda áfram að njóta þess að spila fótbolta," sagði Drogba.

„Ég ætla að taka mér nokkrar vikur til að íhuga næsta skref, en allt sem ég vil gera er að spila fótbolta. Ég myndi aldrei spila fyrir annað enskt félag, þó það séu mörg stórkostleg félög á Englandi. Ég get ekki deilt ástinni sem ég hef fyrir Chelsea með öðru félagi í sama landi."

Drogba að öllum líkindum ekki spila fyrir Chelsea aftur en útilokar þó ekki endurkomu til félagsins.

„Við munum finna leið til þess að ég geti snúið aftur. Ég er nú þegar sendiherra fyrir Chelsea, hvert sem ég fer þá tengir fólk mig við Chelsea og það er jákvætt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner