Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 26. maí 2015 23:18
Ívan Guðjón Baldursson
Eddie Howe stjóri ársins á Englandi
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho var kjörinn knattspyrnustjóri ársins í ensku úrvalsdeildinni af öðrum knattspyrnustjórum enska boltans en Eddie Howe, stjóri Bournemouth, var kjörinn stjóri ársins á Englandi.

Verðlaunaafhendingin fór fram fyrr í kvöld þar sem Sir Alex Ferguson afhendi Mourinho verðlaunin. Mourinho var þó ekki á staðnum en var með tilbúið myndband til að þakka fyrir sig.

Eddie Howe gerði stórkostlega hluti með Bournemouth í Championship deildinni þar sem hann kom öllum að óvörum og vann deildina. Howe fékk, auk nafnbótarinnar besti stjóri ársins á Englandi, verðlaun fyrir að vera besti stjóri Championship deildarinnar.

Phil Parkinson, stjóri Bradford City, fékk verðlaunin fyrir að vera besti stjóri FA bikarsins en Bradford komst í 8-liða úrslit bikarsins og var slegið út af Reading.

Bradford endaði í sjöunda sæti ensku C-deildarinnar, einu sæti fyrir neðan umspilssæti, og sló meðal annars Sunderland og Chelsea úr bikarnum.

Úrvalsdeildin:
Jose Mourinho (Chelsea)

Championship:
Eddie Howe (Bournemouth)

FA bikarinn:
Phil Parkinson (Bradford City)

C-deildin:
Steve Cotterill (Bristol City)

D-deildin:
Gareth Ainsworth (Wycombe Wanderers)
Athugasemdir
banner
banner
banner