þri 26. maí 2015 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Tölfræði: Ronaldo og Messi langbestir í Evrópu
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo og Lionel Messi eru langbestu leikmenn heims og sanna það á hverjum leikdegi.

Hér fyrir neðan má sjá ótrúlega tölfræði sem sýnir hversu margar mínútur líða á milli hvers marks eða stoðsendingar hjá leikmönnum ensku, þýsku, spænsku og frönsku deildarinnar.

Ronaldo er efstur á listanum þar sem hann skorar eða leggur upp á 48 mínútna flesti en Lionel Messi er sjö mínútum eftir á.

Það er aðeins talið árangur í deild, ekki í Evrópu- eða bikarkeppnum.

1. Cristiano Ronaldo (Real Madrid) 48 mínútur
2. Lionel Messi (Barcelona) 55 mínútur
3. Arjen Robben (Bayern München) 70 mínútur
4. Luis Suarez (Barcelona) 73 mínútur
5. Sergio Agüero (Manchester City) 75 mínútur
6. Bas Dost (Wolfsburg) 77 mínútur
7. Zlatan Ibrahimovic (PSG) 80 mínútur
8. Alexandre Lacazette (Lyon) 86 mínútur
9. James Rodriguez (Real Madrid) 88 mínútur
10. Neymar (Barcelona) 89 mínútur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner