Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 26. maí 2015 16:24
Magnús Már Einarsson
Van Gaal þarf að sitja á klósettinu í klefanum
Louis van Gaal.
Louis van Gaal.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, stjóri Manchester United er allt annað en ánægður með búningsklefana sem er boðið upp á í ensku úrvalsdeildinni. Mörg félög á Englandi láta gestaliðið fá búningsklefa sem eru í minni kantinum.

„Aðstaðan fyrir leikmennina til búningaskipta er ekki nógu góð á flestum leikvöngum," sagði Van Gaal.

„Ég þarf oft að sitja á klósettinu í klefanum. Ég sest ekki á klósettið til að gera eitthvað heldur af því að það er ekkert annað sæti fyrir mig. Það kom mér á óvart."

Van Gaal hefur aftur á móti hrifist mjög mikið af menningunni í enska fótboltanum og stuðningsmönnunum.

„Það er ótrúlegt að sjá hvernig fótboltinn er í huga allra og ég bjóst við því. Það er stórkostlegt að vera hér á Englandi. Fólk lifir fyrir fótboltann. Það er ekki þannig í Þýskalandi. Á Spáni er það aðeins meira þannig en hérna er þetta ótrúlegt. Það er frábært að sjá þetta."
Athugasemdir
banner