Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 26. maí 2015 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger ósáttur með landsleiki í sumar
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger er ósáttur með ákvörðun FIFA að halda Suður-Ameríkubikarinn sem er frá 11. júní til 4. júlí.

Wenger er hræddur um heilsu Alexis Sanchez sem er landsliðsmaður Síle en David Ospina, markvörður Kólumbíu, fer einnig á mótið.

„Ég er virkilega hissa á því að FIFA hafi gefið grænt ljós á þessa keppni, ég mun horfa á Suður-Ameríkubikarinn með hræðslu í hjartanu," sagði Wenger.

„Sanchez er búinn að spila 50 leiki fyrir okkur og mætir á þetta stórmót þrátt fyrir að hafa spilað á HM síðasta sumar.

„Þetta er röng ákvörðun. Það eru vonbrigði að sjá FIFA tala mikið um heilsu leikmanna en svo eru mót skipulögð á svona óábyrgan hátt."


Arsenal hefur lengi glímt við mikil meiðslavandræði og væri það hrikalegt fyrir Wenger að missa lykilmann vegna ofþreytu.

Auk Suður-Ameríkubikarsins munu önnur landslið spila vináttuleiki í júní, en enska deildin hefst 8. ágúst, rétt rúmum mánuði eftir lok Suður-Ameríkubikarsins.
Athugasemdir
banner
banner