Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fim 26. maí 2016 21:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Borgunarbikarinn: Blikar kláruðu Kríu í seinni hálfleik
Guðmundur Atli kom Blikum yfir
Guðmundur Atli kom Blikum yfir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kría 0 - 3 Breiðablik
0-1 Guðmundur Atli Steinþórsson (´56 )
0-2 Ágúst Eðvald Hlynsson (´66 )
0-3 Arnþór Ari Atlason (´83 )
Nánar um leikinn

Fyrsta leik kvöldsins í Borgunarbikar karla var að ljúka, en Breiðablik heimsótti 4. deildarlið Kríu í 32-liða úrslitum.

Fyrir leikinn var búist við öruggum sigri Blika, en staðan í hálfleikv var markalaus. Sumir voru því farnir að spyrja sig hvort Blikar myndu apa eftir KR-ingum sem duttu út fyrir Selfyssingum í gær.

Það gerðist hins vegar ekki því Blikar hrukku í gang í seinni hálfleik, ef svo má segja.

Guðmundur Atli Steinþórsson kom þeim á bragðið snemma í seinni og tíu mínútum eftir mark hans skoraði hinn efnilegi Ágúst Eðvald Hlynsson, en hann er fæddur árið 2000.

Arnþór Ari Atlason innsiglaði svo sigurinn undir lokin með þriðja Blika og þar við sat. 3-0 sigur staðreynd, en leikmenn Kríu geta verið sáttir með frammistöðu sína í leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner