Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. maí 2016 08:30
Arnar Geir Halldórsson
Dýrasti leikmaður í sögu Leicester seldur (Staðfest)
Kramaric í leik með Leicester
Kramaric í leik með Leicester
Mynd: Getty Images
Hoffenheim hefur gengið frá kaupum á króatíska framherjanum Andrej Kramaric sem kemur frá Englandsmeisturum Leicester.

Miklar vonir voru bundnar við þennan 24 ára gamla sóknarmann þegar Leicester borgaði metfé fyrir hann í ársbyrjun 2015 en Kramaric tókst aldrei að festa sig í sessi hjá enska liðinu.

Leicester borgaði níu milljónir punda fyrir kappann sem gerir hann að dýrasta leikmanni í sögu Leicester.

Kramaric var lánaður til Hoffenheim í upphafi þessa árs en þá sat liðið á botni þýsku Bundesligunnar. Kramaric skoraði 5 mörk og hjálpaði Hoffenheim að tryggja sæti sitt í efstu deild.

Þýska liðið hefur nú ákveðið að nýta sér kaupákvæði í lánssamningnum og mun Kramaric því leika með liðinu næstu árin.

Athugasemdir
banner
banner
banner