Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. maí 2016 19:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki endurteknir leikir í 8-liða úrslitum enska bikarsins
Það verður ekki spilað aftur í 8-liða úrslitum enska bikarsins frá og með næsta tímabili
Það verður ekki spilað aftur í 8-liða úrslitum enska bikarsins frá og með næsta tímabili
Mynd: Getty Images
Það verða ekki spilaðir endurteknir leikir í 8-liða úrslitum enska FA-bikarsins frá og með næsta tímabili, en enska knattspyrnusambandið greinir frá þessu.

Þessi tillaga var samþykkt af stjórn knattspyrnusambandsins í dag, en þegar komið verður fram í 8-liða úrslitin verður aðeins spilaður einn leikur. Farið verður í framlengingu og svo vítakeppni ef þess þarf.

Þessi breyting er aðallega gerð til þess að létta á leikjaálagi og Martin Glenn, framkvæmdastjóri enska knattspyrnusambandsins, er ánægður með breytinguna.

„FA-bikarinn er enn í hjarta enska boltans og þessi breyting eykur spennuna í keppninni og gagnast leiknum í stærra samhengi," sagði Glenn.

„Það var mætt vel á leiki og horft mikið í sjónvarpinu og það sýnir bara hversu sérstök þessi keppni er. Það var svo undirstrikað með frábærum sögum sem náðu hámarki með sigri Man. Utd á laugardaginn."

„Þó við virðum hefðina og söguna sem hefur myndast, þá mun þessi nýja þróun hjálpa bikarnum að halda stöðu sinni sem þessi elskaða og heimsþekkta keppni."

Athugasemdir
banner
banner
banner