Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 26. maí 2016 07:30
Arnar Geir Halldórsson
Fyrrum landsliðsmaður Þjóðverja leikur með Rússum á EM
Var Þjóðverji. Nú Rússi
Var Þjóðverji. Nú Rússi
Mynd: Getty Images
Roman Neustadter, miðjumaður Schalke, hefur fengið grænt ljós á að leika með Rússum á EM í Frakklandi í sumar.

Hinn 28 ára gamli Neustadter fæddist í Sovétríkjunum árið 1988 en fluttist ungur til Þýskalands þar sem hann hefur leikið allan sinn feril en hann á einnig tvo A-landsleiki að baki fyrir Þýskaland.

Í byrjun þessa árs föluðust Rússar eftir kröftum Neustadter en hann lék þessa tvo landsleiki með Þjóðverjum fyrir rúmum þrem árum síðan.

Nú hefur verið gengið frá öllum pappírum og verður Neustadter því í leikmannahópi Leonid Slutskiy á EM í sumar en Rússar eru í riðli með Englandi, Slóvakíu og Wales.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner