Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 26. maí 2016 10:12
Magnús Már Einarsson
Hannesi hrósað - Bodö/Glimt vill kaupa hann
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hannes Þór Halldórsson var hetja Bodö/Glimt í vítspyrnukeppni gegn Haugesund í norska bikarnum í gærkvöldi. Hannes kom til Bodö/Glimt á láni frá hollenska félaginu NEC Nijmegen í vor til að fá leikæfingu eftir að hafa glímt við meiðsli á öxl síðan í október í fyrra.

Lánssamningurinn gildir fram yfir EM í Frakklandi en Bodö/Glimt vill núna reyna að kaupa Hannes í sínar raðir.

„Hannes sýndi í dag að hann er markvörður í hæsta gæðaflokki og okkur hlakkar til að sjá hann á EM," sagði Aasmund Bjørkan þjálfari Bodö/Glimt í samtali við Bodo no.

„Það er ekki vafi á að við viljum halda honum. Hvort það sé mögulegt er annað mál en við ætlum að setjast niður og ræða við Halldórsson til að sjá hvaða möguleika við höfum."

Hannes útilokar sjálfur ekki að vera áfram hjá Bodö/Glimt. „Aðal markmiðið var að hjálpa Glimt í vor og koma mér í form fyrir EM. Því markmiði verður bráðum lokið. Síðan sjáum við hvað gerist," sagði Hannes.

„Ég á bara eitt ár eftir af samningi mínum í Hollandi og ég þarf að ræða stöðu mína við félagið þar. Norski fótboltinn er mjög góður möguleiki og Glimt verður alltaf möguleiki hjá mér."

Hannes kemur í næstu viku til liðs við íslenska landsliðshópinn til undirbúnings fyrir EM í Frakklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner