Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fim 26. maí 2016 05:55
Arnar Geir Halldórsson
Ísland í dag - Breiðablik heimsækir Kríuna
Ejub fer í Garðabæinn
Ejub fer í Garðabæinn
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
32-liða úrslitum Borgunarbikars karla lýkur í kvöld með þrem áhugaverðum leikjum.

Á Valhúsavelli á Seltjarnarnesi mætast 4.deildarlið Kríunnar og Pepsi deildarlið Breiðabliks. Þetta verður fyrsti meistaraflokksleikurinn á Valhúsahæð í um 10 ár en verið er að endurnýja gervigrasið á Vivaldi vellinum sem er alla jafnan heimavöllur Kríunnar. Neðst í fréttinni má sjá upphitunarmyndband Kríu fyrir leikinn.

2.deildarlið KF mætir í Kaplakrika og leikur gegn Íslandsmeisturunum en sjónvarpsleikurinn er Pepsi deildarslagur Stjörnunnar og Ólafsvíkinga.

Þá er einnig leikið í 4.deild karla og 1.deild kvenna í kvöld.

Leikir dagsins

Borgunarbikar karla 2016
19:15 Kría-Breiðablik (Valhúsavöllur)
19:15 FH-KF (Kaplakrikavöllur)
20:00 Stjarnan-Víkingur Ó. (Samsung völlurinn)

4. deild karla 2016 C-riðill
20:00 Hvíti riddarinn-Augnablik (Tungubakkavöllur)
20:00 Léttir-Kormákur/Hvöt (Hertz völlurinn)

1. deild kvenna 2016 B-riðill
20:00 Afturelding-Grótta (N1-völlurinn Varmá)
20:00 Haukar-Álftanes (Ásvellir)
20:30 Fjölnir-Augnablik (Fjölnisvöllur)


Athugasemdir
banner
banner
banner