Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. maí 2016 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lukaku á förum frá Everton: Vil vinna titla
Lukaku ætlar að róa á önnur mið
Lukaku ætlar að róa á önnur mið
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku, sóknarmaður Everton, hefur greint frá því að hann vilji fara frá Everton í sumar til stærra liðs þar sem hann getur unnið titla.

Lukaku skoraði 25 mörk á tímabilinu sem var að líða og hefur verið orðaður við sitt fyrrum félag Chelsea. Þá hefur faðir hans sagt það að hann gæti einnig farið til Manchester United eða Bayern München.

„Ég er á þeim stað á ferlinum að ég verð að taka góða ákvörðun," sagði Lukaku við Daily Star.

Það eru komnir nýjir eigendur hjá Everton og Lukaku segist ætla að hlusta á það hvað þeir hafi að bjóða, en hann býst þó við því að fara.

„Við erum komnir með nýja eigendur hjá Everton og fyrir kurteisissakir þá ætla ég að hlusta á það sem þeir hafa að segja. En ég er með mínar eigin hugmyndir. Ég vil vinna titla."

„Ég átti mjög gott tímabil, en nú er kominn tími fyrir mig að skrifa ferilskrá. Þess vegna spila ég fótbolta. Ég fékk þetta hungur í titla hjá Chelsea."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner