Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 26. maí 2016 14:40
Elvar Geir Magnússon
Rætt á KR-spjallinu hver gæti orðið næsti þjálfari
Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, er uppalinn KR-ingur.
Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, er uppalinn KR-ingur.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Staða Bjarna Guðjónssonar, þjálfara KR, er mikið í umræðunni eftir að liðið féll úr bikarnum gegn Selfossi í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem KR kemst ekki í gegnum 32-liða úrslit keppninnar.

KR hefur aðeins tekist að vinna einn af fyrstu fimm leikjum sínum í Pepsi-deildinni og skorað fjögur mörk. Deildin hefur þó spilast þannig að KR er aðeins fimm stigum frá toppnum þrátt fyrir að sitja í áttunda sæti.

KR fær Val í heimsókn á sunnudagskvöld og ljóst að pressan á Vesturbæjarliðinu fyrir þann leik er þegar orðin ansi mikil.

Fjölmiðlar hafa reynt að ná tali af stjórnarmönnum KR í dag án árangurs.

Á spjallsvæði krreykjavik.is eru margir á því að tími sé kominn á þjálfarabreytingar og þegar komin upp umræða um hver gæti verið besti kosturinn í þjálfarastólinn í Vesturbænum.

Þau nöfn sem hafa verið nefnd á KR-spjallinu eru:
Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar og fyrrum leikmaður KR
Óskar Hrafn Þorvaldsson, fjölmiðlamaður og þjálfari 2. flokks KR
Guðmundur Benediktsson, núverandi aðstoðarmaður Bjarna
Pétur Pétursson, fyrrum aðstoðarþjálfari og fyrrum leikmaður KR
Ólafur Þórðarson, fyrrum þjálfari Víkings R. og ÍA
Ríkharður Daðason, fyrrum þjálfari Fram og fyrrum leikmaður KR
Athugasemdir
banner
banner
banner