Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 26. maí 2016 19:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ronaldo hefði getað endað hjá Atletico
Ronaldo hefði getað endað hjá Atletico, en í dag leikur hann með nágrönnunum í Real
Ronaldo hefði getað endað hjá Atletico, en í dag leikur hann með nágrönnunum í Real
Mynd: Getty Images
Löngu áður en hann samdi við Real Madrid, þá hefði Cristiano Ronaldo getað endað hjá nágrönnunum og móherjunum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, Atletico Madrid.

Í kringum aldamótin 2000 fékk Atletico skjal í hendurnar þess efnis að Cristiano Ronaldo og Ricardo Quaresma væru á leiðinni til félagsins, en þetta segir í ævisögu Jorge Mendes, umboðsmanns Ronaldo.

Skjalið var í höndum Jesus Gil, fyrrum forseta Atletico, og samkvæmt því átti Ronaldo að ganga í raðir félgsins frá Sporting Lisbon í Portúgal.

„Faðir minn átti skjal frá milliliði og samkvæmt því áttu Quaresma og Ronaldo að koma til Atletico. Skjalið var undirritað," sagði Miguel Angel Gil Marin, forstjóri Atletico, í bókinni.

„Cristiano var líklegast 15 eða 16 ára. Þetta var skjal frá milliliði sem hafði vald til þess að koma leikmanninum frá Sporting til Atletico."

Það varð þó ekkert af þessu og Ronaldo fór til Manchester United frá Sporting árið 2003. Þaðan fór hann til Real árið 2009 fyrir metfé.
Athugasemdir
banner
banner
banner